velkomin til aminu

Hugmyndin að Aminu kviknaði fyrst fyrir rúmum fimmtán árum síðan og hefur frá upphafi verið ætlunin að opna kynlífstækjaverslun sem höfðar meira til hinsegin fólks en aðrar verslanir í sama geira.

Með tímanum hefur verkefnið þróast og er Amina orðin í huga okkar að svo miklu meira en bara verslun, í raun er verslunin ekki lengur aðalatriðið heldur er það upplifunin

Við viljum veita þér góða en persónulega þjónustu og erum alltaf til í að leiðbeina þér með notkun á tækjum, gefa þér hugmyndir eða annan fróðleik sé þess óskað.

Amina mun vera í stöðugri þróun næstu árin og eigum við enn langt í land að lokasýninni en það er okkar heitasta ósk að þú munir fylgja okkur í þessari vegferð sem við erum að hefja og hjálpa okkur að gera Aminu betri og betri með hverju árinu sem líður.

 Amina heitir þér 100% trúnaði