Skilmálar

Vaikee ehf sem á og rekur amina.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir ef t.d. uppgefið verð í vefverslun er rangt eða röng lagerstaða skráð á síðu. Við áskiljum okkur einnig rétt til þess að taka vöru fyrirvaralaust úr sölu og breyta vöruúrvali eftir hentugleika. Viðskiptavinum er óheimilt að endurselja vörur sem keyptar eru hjá Vaikee ehf.

Afhending vöru

Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Vaikee ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Vaikee ehf til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda. 

Sendingarmöguleikar

Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram.

Allar vörur eru sendar í ómerktum umbúðum með Íslandspósti. Afhendingartími er 2-3 virkir dagar.

Greiðslumáti

Vefverslun Aminu tekur á móti debet og kreditkortum, Netgíró og Pei greiðslum.

Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

Ábyrgð á vöru

Ábyrgð á vörum sem innihalda rafbúnað er í samræmi við lög um neytendakaup og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Aðrar vörur eins og fatnaður og krem eru með 14 daga ábyrgð. 

Ábyrgð nær yfir framleiðslugalla svo sem rof á tengingu við takka eða mótor. Ábyrgð nær ekki yfir raka skemmdir, högg skemmdir, rafhlöðu eða útlits skemmdir. 

Vörur úr Outlet hluta verslunarinnar eru seldar án ábyrgðar. Ef vara reynist gölluð er vörunni skipt út fyrir sömu eða sambærilega vöru. Athugið að ekki má nota silíkon sleipiefni með silíkon vörum nema slíkt sé sérstaklega tekið fram. Sé silíkon sleipiefni notað með silíkon vöru dettur varan úr ábyrgð.

Skilafrestur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.

Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er veitt að fullu eða afhending á sambærilegri vöru óski kaupandi eftir því innan 14 daga. Kaupandi endursendir vöru á sinn kostnað.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Vaikee ehf (amina.is) deilir ekki undir neinum kringumstæðum upplýsingum með þriðja aðila.

Öryggi

Það er öruggt að versla í vefverslun amina.is. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd. Farið er með öll gögn og upplýsingar sem trúnaðarmál. Gögn og upplýsingar eru ekki afhentar til þriðja aðila.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur www.amina.is á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Notkun á vörum

Amina.is ber enga ábyrgð á slysum eða skaða sem kann að verða við notkun á seldum vörum. Kaupanda ber að nota vöruna í samræmi við notkunarleiðbeiningum frá framleiðanda.

Vörur sem keyptar eru í vöruflokknum „Blæti“ skulu ávalt notaðar með varkárni og almennri skynsemi í huga. Amina.is getur ekki borið ábyrgð á rangri notkun á vörum.